
Það er opið alla daga vikunnar frá 07:00 til 21:00 og suma dagana áfram til 23:00. Öll börn sem eru 11 ára og yngri fá frítt í fylgd með fullorðnum sem eru með veiðileyfi þó svo sá fullorðni hafi ekki hugsað sér að veiða. Í þessu vatni og ám er hægt að fá Urriða og Bleikju og hef ég einnig fengið það staðfest að Laxinn komi uppí vatnið um þetta leyti en get þó ekki sagt til um hversu mikið af honum er í vatninu. Svo er einnig Áll í vatninu svona fyrir þá sem vilja reyna við hann. Svo hef ég frétt frá fólki sem veiðir hér að það noti helst maðk og dökka eins krækju flugu og einnig hefur mér skilist að sumir séu að nota rækju, flot, sökku og er það í rauninni bara atriði hvers og eins hvað nota skal sem agn/beitu. Einnig hefur mér skilist af flestum sem veiða í vatninu að Urriðinn hérna sé erfiðari en annars staðar.
En ég ætla ekki að segja að það sé betra að veiða hér frekar en annars staðar og í raun hef ég ekki mikla reynslu af stangveiðum þó sú reynsla komi vonandi með tímanum :) en augljósir kostirnir eru auðvitað þeir hversu nálægt þetta er höfuðborgarsvæðinu og ef við lítum á veðurfarið á Íslandi og hversu breytilegt það er þá getur verið þægilegra að fara styttri vegalengd en annað en þetta er allt undir ykkur komið og hvert svo sem þið veiðiáhugamenn farið þá óska ég ykkur góðs gengis :)