Þetta er nú frekar slappt að koma með svona athugasemd án þess að rökstyðja það frekar.
Einn punktur varðandi þá sem eru með sækjandi veiðihunda. Þeir sem nota þá tapa mun færri fuglum og mín reynsla er sú að tapa ekki einum einasata fugl með því að hafa sækjandi hund með mér. Það að nota sækjandi hunda til veiða á t.d. rjúpu, gæs, önd, skarf eða eitthvað annað dregur verulega úr því að veiðimaður tapi særðri bráð, sem er það versta sem nokkur veiðimaður lendir í.
Það verður bara hver og einn veiðimaður að gera það upp við eigin samvisku hvernig aðferðum hann beitir. Sumir nota fjórhjól, vélsleða, byssur með 7-10 skota magazine og aðrar misgóðar aðferðir til veiðanna. Sem betur fer er þetta minnihlutahópur og við hin sem stundum veiðar okkur til ánægju og yndisauka líðum því miður fyrir þeirra hátterni.
Enn nú er búið að banna rjúpnaveiðar næstu 3 tímabil sem er bara ágætt mál svo framarlega sem samhliða þessu banni fari fram einhverjar rannsóknir á stofnium. Ég tel þetta skárri kost heldur en að fara í einhverjar “sýndar” aðgerðir sem skila litlum sem engum árangri eins og t.d. sölubann, en það er bara mín skoðun.
kv
Ajaxinn