Ég fór með famelíunni um daginn að veiða í Rangá fyrir utan Egilsstaði. Lene sem er dönsk kærasta frænda míns var ekki með stöng og frænka mín leyfði henni að kasta. Og vitiði hvað… hún fékk hornsíli í fyrsta kasti, u.þ.b. 5 cm á lengd :). Eftir það gekk veiðin öllu betur og ég fann að það beit á hjá mér en þá fór mamma eitthvað að segja að ég hefði bara fest í botninum og ég trúði henni og gaf slaka í þeirri von að það myndi losna. Svo dró ég inn þangað til að ég kippti upp og sá þá fiskinn sem flaug um loftið í smá stund en losnaði svo af þegar að hann lenti aftur í vatninu :). Amm… soldið fúlt… þetta var vænn silungur :(.
Svo færðum við okkur aðeins upp með ánni og þar veiddi frændi minn eina bleikju sem var ca 15 cm. á lengd. Á þeim stað kláraðist línan á stönginni minni og rann út í ána með nýjum og flottum spinnerspún :(. En svo veiddi frændi minn línuna og pabbi þræddi hana aftur á en á meðan þá slapp einn lítilkl tittur frá mér á stöng frænku minnar. Svo eftir það þá fóru frændur mínir, Lene og frænka mín ofar í ánna og þar veiddi frændi minn einn fisk og frænka mín einn. Svo hættu öll hin að veiða og fengu sér nesti en ég fór og reyndi að veiða á byrjunarstaðnum og í fyrsta kasti veiddi ég þriggja punda urriða. Svo fórum við niðurfyrir brú og veiddum ekki neitt. Þá var klukkan orðin hálftvö og við fórum heim eftir skemmtilega veiðiferð. :)