Það var eitt sumarið að vinur minn Kalli og konan hans Stína voru að veiða í víkurflóðinu. Veiðin gekk bara bærilega. Stína setur maðkinn á og kasstar svo út. Svo líður og bíður, þá sér hún hvað flotið fer í kaf og kemur ekki upp aftur . Hún rífur í stöngina og byrjar að toga og ekkert gerist.. Hún skilur ekkert í þessu og telur að hún hafi misst þarna vænan fisk, og að hún hafibara fest í botninum einhverja hluta vegna. Og hún togar og togar drykklanga stund. Þegar allt í einu fer allt á stað og þetta svaka flikki stekkur upp og alles. Þetta voru átögg í u.þ.b. 10 mín. Þegar að bakkanum var komið þá átti að fara að reyna að landa þessari skeppnu sem var um 5 punda fiskur. Bakkinn var svolítið hár svo hún reyndi að toga fiskinn upp En viti menn línan slitnaði og vinurinn var að synda út í rólegheitunum og Stína alveg brjáluð á bakkanum. Þá kemur maðurinn hennar Kalli á fleygiferð og hleypur í spúna kassann sinn og tekur upp stærsta spúninn sem hann fann og setur hann á stöngina sína ,(á meðan þetta var að gerast var fiskurinn að synda út í rólegheitum) og kasstar í átt að flotinu, og viti menn hann hittir flotið og festir spúninn einhvernveginn við flotið og byrjar að draga inn sem var nú ekki mikið mál fyrir hann vegna þess að fiskurinn var orðinn svo þreyttur. Og þegar að bakkanum var komið í annað sinn var honum vippað á land við mikinn fögnuð viðstaddra, þó einkum Stínu.
Við mælingar vóg þessi fiskur um 5 pund.
Kristján Karl Steinarsson