Seinna um kvöldið tökum við uppá því að fara í kvöld flugið við lítið vatn. Liggjum í sama eldmóð yfir því að við vitum að mikið er af gæs hér á hverju ári, hvað við liggjum ekki nema í um 30 mínútur og þá kemur stórt ský yfir okkur, nei nei þetta eru gæsir, (aldrei séð eins margar gæsir á ævinni í einum hóp) svona c.c. 130-150 stk. já og engin ýkja ég hélt einfaldlega að við myndum missa okkur, jæja nóg með það þær lenda á vatninu og við í stöðu, bíðum svo spenntir koma nær og nær fleiri hópar koma en þó mun minni, farið er að dimma og viti menn, við heyrum í rjúpunni svona útundan okkur og allt er að verða vitlaust (en rjúpan ekki byrjuð svo við slepptum henni). En svo heyrum við þessi hroknu óhljóð í gæsinni og allir hóparnir í burtu hva hva.
Eftir tveggja tíma bið gefumst við upp og enga gæs að sjá, dimmt kalt og okkur farið að svengja. Við löbbum ekki nema tíu-tuttugu skref frá staðnum sem við liggjum á og blótandi okkur í sand og ösku að við hefðum hreyft okkur. En nei hvað sjáum við? jújú REF með gæs í kjaftinum.
Ég spyr hversu kalt getur það verið.
verði ykkur að góðu helv… refirnir ykkar.
Kristján Karl Steinarsson