Ég elska veiði!!!
Ég elska að veiða.Já það er mjög gaman og ég veiði á hverju ári í Hörðudalsá.Eitt sinn veiddi ég stærsta og minnsta fiskinn.Ég á eftir að setja mynd af mér og honum inn á síðuna mín sem er http://kasmir.hugi.is/birna9.Pabbi minn veiddi einu sinni rosa stóran lax sem er núna uppstoppaður uppi á vegg hérna heima.Í Hörðudalsá hengur líka lax uppi á vegg í veiðihúsinu.Ég var minni en ég er núna,þegar pabbi veiddi hann og þá var ég doldið hrædd við hann en alls ekki lengur.Og einu sinni þorði ég ekki að fara með puttan svona inn í munnin á fiskinum(veiðimenn kanski vita hvað ég meina)en núna þori ég því alveg.Fyrst þegar ég fór í Hörðudalsá var ég ekki að veiða á árbakkanum heldur að sofa í Vagni.Já svo snemma fór ég í Hörðudalsá.Nokkur frændfólk mín hafa komið þangað með okkur að veiða og frændi minn sem þá var sex ára var með litla veiðistöng og var með maís sem beitu.En því miður veiddi hann þá ekkert.Undanfarin ár hefur veiðst meira en 1000 bleikjur í Hörðudalsá en nokkrir laxar líka.Uppáhaldsveiðistaðurinn minn er lengst inni í Víðidal sem er númer 34 og þar veiddi ég undir brúnni stóra fiskinn.Þetta er mjög skemmtileg á fyrir alla fjölskylduna,frábært veiðihús og allt það.Smá fyrir neðan húsið er grrasblettur þar sem fólk getur tjaldað ef þarna eru margir.Og á haustin er allt morandi í berjum og þegar maður fer að sofa þarna heyrist í hrossagauknum.Hjá húsinu er girðin þar sem kýr og naut eru.Við gefum þeim stundum gras að éta.Voða gaman!Endilega spyrjið mig um þessa á!