Já ég ætla í þessari grein að segja ykkur frá krakkaári SVFR, þeir sem eru ekki meðlimir hefðu gaman að sjá hvað er í boði hjá félaginu.

Janúar til Maí:

Uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga í SVFR verður 25. janúar 2003 í sal SVFR við háaleitisbraut 68 milli kl. 14 og 16.
Svona er Dagskráin: Kynning og kennsla í hnýtingum, afhentar verða viðurkenningar, óvænt uppákoma, og glæsilegar veitingar.
Til að taka þátt í uppskeruhátíðinni verður maður að vera félagi í SVFR og vera búinn að skrá sig fyrir föstudaginn 24. janúar, og að sjálfsögðu að taka fluguhnýtingargræjurnar ykkar með(þ.e. ef þið eigið).

Einnig verða Hnýttu & bíttu kvöld fram í maí fyrir eldri krakkana(unglingana) (14 ára og eldri), þau verða haldin 19.02, 16 04, 2105. Á þessum kvöldum er lögð áhersla á fluguhnýtingar og tengd mál

Fluguveiðiskólinn er opinn frá og með 20. janúar og er öllum opinn. Það eru bókuð nú þegar 4 námskeið fyrir félaga SVFR. (frekari uppslýsingar hjá skrifsfu SVFR)
Fyrsta veiðiferðin verður í maí og er stefnt að elliiðavatni þann 11.05, skógá er ekki frágengin en stefnt er að fara þangað í maí.

Þetta er svona aðalefnið sem er búið að segja frá, þeir sem eru í SVFR hafa fengið bréf sem er frekar líkt greininni en er ekki alveg eins, ég vona að þið hafið haft gaman að þessari fræðslu um krakkastarfsemi SVFR.

YAlsamie