ÉG og Mangi vinur minn vorum einu sinni að leika okkur ða veiða síli. Við höfðum fundið læk þar sem síli syntu niður. Við fórum á hverjum degir niður að læknum til þess eins að veiða síli.
Einn daginn veiddi Mangi óvenju stórt síli. Við settum það í krukku og fórum heim. Mangi átti gullfiska þannig að við fórum með sílið heim til hans. Við gáfum því gullfiska mat daglega í nokkrar vikur. Smátt og smátt fór sílið að stækka, svo einn daginn ákváðu við að fara með það í gæludýrabúð og spyrjast um það. Þar brá okkur heldur í brún.
Maðurinn í búðinni sagði að þetta væri laxaseiði sem hafði sloppið úr laxeldisstöðinni sem var þarna rétt hjá og borist niður með læknum.
Maðurinn ráðlaggði okkur að búa til lítinn poll og láta streyma í hann úr ´læknum og setja seiðið í hann, fara í laxeldisstöðina og fá mat fyrir seiðið. Við gerðu það og fórum nákvæmlega eftir leiðbeningunum sem við höfðu fengið.
Eftir mánuð var seiðið orðið að litlum laxi. Þá fórum við með hann í laxeldið og slepptum honum þar. Við fengum orðu fyrir að standa okkur vel og mikið hrós.
Endi