Markmiðið með stofnun samtakanna er að efla íslenskan vefiðnað og samfélag þeirra sem starfa við hann, hvetja fólk til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stéttarinnar út á við. Við vonumst til þess að á stofnfundinum komi fram góðar hugmyndir um það hvernig við getum náð þessum markmiðum með sem bestum hætti.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
* Stofnsamþykktir bornar undir fund.
* Kosið í stjórn samtakanna.
* Gestafyrirlesari: Hjálmar Gíslason segir okkur frá þróun Emblunnar hjá mbl.is.
* Almennar umræður.
Íslandsbanki ætlar að bjóða upp á léttar veitingar á staðnum.
Fundarstjóri er Jón Ingi Þorvaldsson, forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka.
Undirbúningsfólk SVEF
svef@svef.is
Haukur Már Böðvarsson