Sælt veri fólkið, Arnór heiti ég og ber millinafnið Gauti og þar hafiði notendanafnið “arnorg”.
Ég hef verið ráðin til að hafa einhverja umsjón með þessum hluta, það er að segja Vefsíðugerð. Þessum hluta verður eitthvað breytt og reynt verður að hafa meira aðhald með greinum og hér eru helstu breytingar:
Grein er eitthvað sem að ég þitt hugarfóstur - hvatning um eitthvað - frétt - fræðsla - kvörtun - áskorun - kynningar. Eitthvað á þessa leið. fyrirbrigðið spurning hleypur ekki undir þennan hlut enda sérð þú ekki að t.d. aðsendar greinar í Mogganum séu uppfullar af spurningum um hin og þessi mál, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hugi.is sé eitthvað minni hvað varðar málefnanlegheit :).
Greinar spegla oft líka hvernig viðkomandi höfundur er, veluppsettar greinar, og vel skiljanlegar, spegla oft hve mikið mark sé tekið á viðkomandi greinarhöfundi. Illa skiljanlegar grein, greinar uppfullar af málfræði og stafsetningarvillum eiga því bara ekki heima hér, ef að við fáum upp í hendurnar þannig greinar þá mun ég annaðhvort senda þæt til baka og segja viðkomandi aðila að hann verði að laga hana ef að hann vilji að hún verði birt, aftur á móti ef að greinin þarfnast lítilla lagfæringar þá mun ég reyna að lappa aðeins upp á villurnar og einnig að ef að fyrirsögnin er eitthvað villandi þá mun ég taka mér fyrirvara um að breyta henni svo hún verði meira endurspeglandi innihalds greinarinnar. Ef að hinsvegar greinin er ekkert annað en spurning þá mun ég senda hana á korkana enda eru þeir þarna til þess að svara spurningum og svörum.
Svo er það nýjungar hérna á Vefsíðugerð:
Greinarhlutanum verður skipt í tvo hluta, annan eins og við sjáum hann kannski hér í dag og svo hinn sem verður einskonar “howto” greinarkorkur sem að vantar hér á íslandi. Í þeim korki þá verður hverjum og einum frjálst að senda inn hinar ýmsu greinar sem að snúa að hvernig á að gera þetta og hitt, greinarnar verða að vera vel uppsettar og skiljanlegar og svokallað “pro-mál” mun ekki fyrirfinnast ef að raunin sé sú að það sé verið að taka einhvern hlut og það flækja hann og gera hann að einhverju illskiljanlegu fyrirbæri bara svo að höfundur geti reynt að endurspegla sína kunnáttu. Svona hlut vantar hér á íslandi og er hver ein og einasta síða sem hefur tilgang um að fræða fólk um vefsíðugerð á intnernetinu eru fullar af þannig greinum. Með þessu er verið að reyna ná því takmarki að gera Vefsíðugerð(hugi.is) að fyrsta stað fyrir einstakling ef að honum langar að læra listina að gera flottar vefsíður.
En meira segi ég ekki og með tíð og tíma munu bætast við hér á síðuna meir og meir af efni, en meira læt ég ekki uppi :)
P.s. Póstum sem að fyrirfinnast á korkinum sem fjalla ekkert um annað en að gera lítið úr hinum einstaklingum eða persónuleg rifrildi eiga ekki heima hér og verður þeim eytt út enda engin önnur ástæða fyrir þeim nema leiðindi og að ná sér í stig.
p.s. II Ég segi þetta með fyrirvara um að þetta sé ekki rétt hjá mér en “howto” greinarnar munu gefa fleiri stig en aðrar greinar og verður þannig fólki sem að er duglegt að senda inn þannig greinar þarafleiðandi auðvelt um vik að hækka í stigaskorun, eitthvað sem að alveg rétt á sér.
Með kveðju
arnorg