Núna á þriðjudaginn, þegar ég átti að vera læra undir Newsweek próf fór ég að spjalla og grínast við hann Moose að það gengi ekki að það væru bara php greinar á Leiðbeiningarhorninu. Þannig að okkur datt í hug að kippa því í liðinn.
Hér er á ferð grein fyrir þá sem kunna eitthvað í html og vilja taka næsta skref á vefnum - Búa til dýnamískar síður.
Fljótlega kemur síðan grein um hvað megi betur fara í asp kóðun.
Til þess að byrja alveg frá byrjun er ASP serverside vefforritunarmál frá Microsoft. ASP stendur fyrir Active Server Pages. Serverside forritunarmál, þýðir það að kóðinn er þýddur á servernum áður en hann fer til notendans. Kóðinn birtist síðan notendanum í vafranum sem vefsíða.
Hægt er að skrifa ASP síður með þrem scripting málum. VbScript (Visual Basic Script), JScript (Útgáfa Microsofts af JavaScript) og að lokum PerlScript. VbScript er algengasta scripting málið sem er notað með ASP og þar af leiðandi mun ég í þessum tutorial skrifa allan kóða í VbScript.
Nú, þar sem þessum inngangi er lokið skulum við fara í það hvernig við getum notað ASP
Margir hafa verið að leika sér í html heima hjá sér. Þá hafa þeir t.d. geymt síðuna sína í C:\My Documents\Sida\index.html, og síðan opnað hana í internet explorer.
Þetta er ekki hægt með ASP, til þess að geta notað ASP, verðuru að hafa vefþjón (server), því að þetta er jú allt serverside, eins og ég var búinn að nefna: kóðinn er processaður á servernum og síðan skilað til notendans. Ekki láta það, að setja upp server, hræða ykkur í burt. Við erum einungis að tala um server fyrir einkanot svo maður geti leikið sér í ASP.
Hægt er að nota Personal Web Server (PWS) sem er notaður á Win9x. Eins og nafnið gefur til kynna er þessi vefþjónn aðeins til persónulegra nota. Mjög takmarkaður
Með Windows 2000 fylgir síðan Internet Information Service (IIS) frítt með. IIS er professional web server. Þetta er serverinn sem er notaður hjá hýsingarfyrirtækjum út í bæ sem hýsa ASP síður.
Með því að setja annað hvorn serverinn upp (Installa og ýta á next endalaust þangað til að þú færð finish, þá ýturu á hann og voila) færðu http://nafniðátölvunni. Sem aðeins aðgengilegt svæði fyrir þig og þá sem eru á sama domaini. Serverinn býr sjálfkrafa til folder sem heitir wwwroot eða intpub/wwwroot. Í þessu folderi er síðan þín geymd. Þú getur breytt því eins og þú villt.
Þá höfum við farið í það sem þú þarft til þess að geta nýtt þér ASP. Núna skulum við vinda okkur að vefnum sjálfum.
Hægt er að hugsa sér ASP sem auka fídus í HTML. Þetta er einfaldlega kóði sem þú notar með html-inu þínu til þess að geta gert allskyns hluti, svo sem tengt síðuna við gagnagrunn, etc, etc. Allur asp kóði er innan <% %>. Þar geturu troðið inn eins mörgum skipunum og aðgerðum eins og þú villt.
Við skulum láta ASP síðuna skrifa út “halló heimur”.
1. Opnaðu textaritil.
2. Búðu til einhverja html síðu.
3. Efst í síðuna skilgreinum við síðan hvað scripting mál við ætlum að nota <%@ LANGUAGE=“VBSCRIPT” %>
4. Skrifum undur body-inu <% Response.Write(“halló heimur”) %>
5. Vista sem .asp
Ó vá, þetta er gagnlegt ;) Ég veit að þetta gerir ekki neitt fyrir ykkur. Þið viljið action, þið viljið gagnagrunn, þið viljið dýnímískt. Ég segi: Andaði inn og út, þetta kemur allt, skref fyrir skref.
Næst ætla ég að kynna til sögunnar breytur:
Breytur í ASP eru einfaldar. Þær eru allar Variant. Þú þarft ekki að taka fram að breytan þín sé int (heiltala) String(strengur) eða eitthvað álíka.
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim fyrirsogn
fyrirsogn = “Halló heimur”
Response.Write(fyrirsogn)
%>
</blockquote>
Þið sjáið, eins og ég var búinn að taka fram, að ég get hent inn eins miklum ASP kóða og ég vil innan <% %>
Þið tókuð kannski líka eftir því að þegar ég skrifaði textann áðan var gæsalöpp utan um hann, en núna þegar ég er að skrifa út breytu nota ég ekki gæsalappir. Utan um strengi þarf ég þó að setja gæsalappir en í kringum tölur get ég sleppt því
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim id
id = 1
Response.Write(id)
%>
</blockquote>
Ef við viljum skilgreina margar breytur er hægt að gera:
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim fyrirsogn, texti
fyrirsogn = “Halló heimur”
texti = “Já, ég skal sko segja ykkur það.”
%>
</blockquote>
Núna viljum við sjálfsagt skrifa út fyrirsögnina okkar, gera línubil og byrja á textanum, eins og maður sér oft á frétta síðum.
Til þess eru nokkrar leiðir
Leið 1:
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim fyrirsogn, texti
fyrirsogn = “Halló heimur”
texti = “Já, ég skal sko segja ykkur það.”
Response.Write(fyrirsogn)
Response.Write(“<br>”)
Response.Write(texti)
%>
</blockquote>
Eins og þið sáuð, get ég lét látið asp skrifa út fyrir mig HTML kóða. Í framtíðinni eigiði eftir að nota það mikið.
Leið 2:
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim fyrirsogn, texti
fyrirsogn = “Halló heimur”
texti = “Já, ég skal sko segja ykkur það.”
Response.Write(fyrirsogn)
%>
<br>
<% Response.Write(texti) %>
</blockquote>
Jájá, það er rétt hjá þér. Ég get hoppað inn og útúr ASP-inu eins og ég vil. Þetta er reyndar ekki góð aðferð þegar um er að ræða lítið html, en getur verið þægilegra ef við ætlum að láta stóra töflu inn á milli. Þessi aðferð hægir á keyrslunni. (ég er einnig að skrifa grein um betri asp kóða sem ég mæli með að þið kíkið á eftir þessa grein)
Við skulum kíkja á útgáfu 3:
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim fyrirsogn, texti
fyrirsogn = “Halló heimur”
texti = “Já, ég skal sko segja ykkur það.”
Response.Write(fyrirsogn & “<br>” & texti)
%>
</blockquote>
Þarna skrifaði ég þetta allt út í einni línu, voila! Flott og hraðvirkt. Ég notaði & merkið til þess að skeyta saman. Leggiði það á minnið.
Við skulum færa okkur yfir í eitthvað skemmtilegra. Núna hendi ég upp tveim síðum skrifa.asp syna.asp Ég fer ekki hrikalega djúpt í þetta því að þetta er orðin dáltíð stór grein. En semsagt sýni ykkur þessar tvær síður og hvað þær gera.
Skrifa.asp
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<form action=“syna.asp” method=“get”>
nafn <input type=“text” name=“nafn”><br>
aldur <input type=“text” name=“aldur”><br>
</form>
</blockquote>
Syna.asp
<blockquote style=“Font-Family: Courier, serif; color: #990000;”>
<%
dim nafn
nafn = Request.Querystring(“nafn”)
dim aldur
aldur = Request.Querystring(“aldur”)
%>
Þú ert <%= aldur %> ára gamall og heitir <%= nafn %>
</blockquote>
Eins og þið sjáið er ekkert um að vera á skrifa.asp, bara venjulegt html, en á syna.asp fer allt að gerast.
1. Fyrst bý ég til breytuna nafn
2. Læt síðan nafn geyma það sem notandinn skrifaði inn i textareitinn nafn (sjá name=“nafn”)
3. Bý til breytuna aldur
4. Læt breytun aldur geyma það sem notandinn skrifaði inn í textareitinn aldur (name=“aldur”)
Horfiði í addressuna hjá ykkur í IE. Hún ætti að vera eitthvað eins og svona:
syna.asp?nafn=Bergur&aldur=18
Allt bakvið ? kallast Querystring og þið seigið einfaldlega “Sækja querystringinn” (Request Querystring)
Þannig er nú það. Vonandi gefur þetta einhverja innsýn inn í ASP. Mælið með að þið kíkið öðruhverju á leiðbeiningarhornið, því ég ætla að reyna vera duglegur að pósta ASP greinum þar. Næsta grein fer í hvernig má betrumbæta ASP kóðann. Það er hellingur á leiðinni…..
Endilega gefið ykkar komment á þessa grein: hjálpaði ég eitthvað, ruglaði ég þig bara með þessu, var greinin vel skrifuð.
Ég vil endilega fá að vita hvernig þessi grein er svo ég geti bætt næstu. Hvað var ég að gera vitlaust/rétt?
kv.
ask | bergur.is