Það er búið að vera dáltíð dautt hérna upp á síðkastið, og þar af leiðandi ákvað ég að fara skrifa greinar um hvernig má betrumbæta kóðann í ASP.
Í þessari grein af x mörgum langar mig að benda á sniðuga leið til þess að auka hraðann á ASP síðum og kynna, að mínu mati, betri kóðun.
Margir sem eru að vinna í ASP gera eftirfarandi.
1. Opna tengingu
2. Opna Recordsett
3. HTML-ið sjálft með ASP kóða
4. Loka Recordsetti
5. Loka tengingu.
Ef við lítum aðeins á lið 3, er algengt að sjá eitthvað í þessum dúr:
<blockquote>
<b><%=objRS(“Titill”)%></b>
</blockquote>
Ókosturinn við þessa aðferð er að maður er að halda tenginguni við grunninn. Stanslaust álag.
Recordsettið býður upp á skemmtilegt function sem hetir getRows().
Það sem þetta kyngimagnaða function gerir er að skella recordsettinu þínu í “two dimensional array”, eða tvívídd fylki.
Það eina sem þarf er:
<blockquote>
<%
dim aRS
set aRS = objRS.getRows()
%>
</blockquote>
fyrir neðan Recordset skilgreininguna.
Þá getur uppbygging síðunnar orðið.
1. Opna tengingu
2. Opna Recordsett
3. Loka recordsetti
4. Loka tengingu.
5. HTML-ið sjálft með ASP kóða
Maður einfaldlega skellir recordsettinu í fylkið um leið og maður er búinn að opna það, og lokar því síðan jafnóðum:
- Meiri hraði.
- Minna álag.
- Flottari leið.
Array-ið er tvívidd. Þannig að maður þarf að vísa bæði í númerið á dálknum (column ) og svo röðinni (row)
Þannig að þegar ég geri:
<blockquote>
<%Response.write(aRS(0,0)%>
</blockquote>
fæ ég innihaldið úr fyrstu röðinni úr fyrsta dálknum (byrjar á núll)
Vonandi hefur þetta hjálpað einhverjum, og nú er bara að kommenta og fá smá umræðu í gang:
- Einhver rök fyrir því að þetta sé ekki góð leið?
- Hvernig er best að vinna með recordsettið?
- Er til svipað í PHP?
- Hjálpaði þetta einhverjum?
- Einhver önnur betri leið til?
Bestu Kveðjur
Bergu