Notaðu Option Explicit í asp síðunum þínum. Þetta er dáltíð sjálflýsandi “Ákvörðun skýr”

Með því að skella <%Option Explicit%> efst í skjalið hjá þér kemuru í veg fyrir innsláttar villu á breytunni þinni.

Dæmi 1:
dim breyta
breyta = “halló”
Response.Write(breya)

Þarna sjáiði að ég skrifaði óvart “breya” en ekki “breyta”. Það sem serverinn gerir þá er að búa til nýja breytu sem heitir “breya”. Þannig verður mun erfiðira að finna villur.

Dæmi 2:
Option Explicit

dim breyta
breyta = “halló”
Response.Write(breya)

Þarna gerir serverinn ekki nýja breytu, heldur skilar til baka að það sé ekki búið að skilgreina breytuna breya (undefined). Mun mun þægilegra, auk þess sem kóðinn verður læsilegri og betri.

Semsagt notið það :)