Ég er bara svona að vera með, deila úr mínum viskubrunni eða hvað sem þið viljið kalla það.
Ég ætla ekki að vera með í umræðunni um hvaða brower er bestur, ég læt það vera, þótt ég noti firefox yfirleitt, þá er hann ekki bestur í allt.
Nota Safari til að skrifa hérna í þetta skiptið meira að segja.
En svona aftur að umræðunni.
Að gera favicon, það er í raun ekkert mál.
Einsog birkir96 sagði áðan, þá er það 16x16, ég hef aldrei séð neinn annan deila stærðum samt. Birkir: 16/16 kemur út á 1px meðan 16x16 er 256px. Bara smá munur á formsatriði.
Svo þú býrð þér til mynd sem er 16x16, getur gert það hvar sem er í raun. M$ Paint eða photoshop skiptir ekki máli í raun. Photoshop getur gert hreyfimyndir ekki M$ Paint.
En í raun, er það helsta sem þú þarft að gera, síðan á vefsíðunni þinni er bara að bæta inn í <head> tagið einhverstaðar.
< link href=“/images/OMG_icon.gif” TYPE=“image/gif” REL=“icon” >
Meira er það ekki.
Vonandi hjálpaði þetta.