Stóra spurningin er “Hvernig bjóða þau uppá það?”. Forrit hafa fítusa. Hinsvegar eru Windows forritarar í svooo mörgum tilfellum tilfinngasnauðir gagnvart notandanum og gera þá margfalt of flókna…
Dæmi um forrit sem getur gert allt (nema reyndar resume (held ég)): ftp.exe, sem fylgir einmitt með Windows (og er það eina sem ég nota). Prófaðu Start, Run, slá inn “ftp” og smella á ok. Síðan segiru “open ftp.bla.is”, slærð inn notandanafn og lykilorð, notar put og get, mput og mget ef þú vilt margar í einu. “help” sýnir þér það sem þú getur gert. Mundu bara að gefa skipunina “bin” ef þú vilt sækja eða senda binary skrár (myndir, forrit….)