Æ þið hafið reynst svo vel þegar maður þarf á ykkur að halda:)
Þannig er að ég sá heimasíðu kannski fyrir ári, sem mér fannst svo frábær “fídus” á, en gleymdi að setja í favorites.
Þetta var svona svipað og innkaupakörfu-dæmi, en samt ekki innkaupakarfa, heldur svona svipað og eignamappan á fasteignasíðunni hjá mbl.is, nema þurftir ekki lykilorð á dæmið.
Segjum sem svo að ég sé að skoða síðu með einhverju fullt af spennandi hlutum á, ég get merkt við það sem mér finnst frábært og það sem ég merkti við, fer í ákveðin kassa, sem virkaði svipað og pop-up gluggi og beið uppi í horninu eftir mér. Ég gat merkt við fullt af hlutum, farið svo í þennan “pop-up” glugga og bara skoðað þær síður aftur sem ég hafði merkt við… NB þetta fór ekki í bookmarks/favorites…
Er einhver að skilja mig? og sá hinn sami getur sagt mér hvort/hvar ég get coperað svona upp…
Takk, þið eruð frábær