Ef að þú ert að setja inn íslenska stafi í gegnum MySQL monitorinn, þ.e bara með því að keyra query beint á MySQL-þjóninn þá er ofur-eðlilegt að þeir séu í einhverju rugli þegar þú selectar úr grunninum og birtir á síðu. Það hefur alltaf verið svoleiðis hjá mér, bæði á Linux og Win.
Ef ég hinsvegar nota form á vefsíðu til að inserta textanum í grunninn, þá birtast íslensku stafirnir alveg rétt á síðunni þegar ég selecta út aftur.
Athugaðu hvort að þetta sé tilfellið hjá þér …