Ég er að reyna að nota array_search(), Serverinn er að keyra SunOs 8 PHP Version 4.0.4pl1 Apache, en þegar ég keyri þessa function fæ ég “Fatal error: Call to undefined function: array_search()”.

Málið er að ég næ í slatta af dóti úr gagnagrunni og smelli því í array og vil svo fá að vita hvaða index þessi value hefur.

segjum að ég sé með array sem við köllum bara $bla[] og ég vill fá að vita hvaða indexnr. value $x er í þessu array ég myndi gera það með array_search() er það ekki?

Kóðinn lýtur svona út:

while(list($findId) = mysql_fetch_row($resultNextLast)){
$NextLast[] = $findId;
}
$currArrayPos = array_search($ImgId, $NextLast);

en eins og ég sagði áður þá fékk ég villumeldingu um : “Fatal error: Call to undefined function: array_search()”.

Einhver sem hefur hugmynd um hvað þetta getur verið eða bent mér á aðra leið til að ná þessu markmiði.

Kv. davidoj