Innskráningarkerfi virkar nokkurn veginn svona.
1. Býr til form sem notandinn skrifar inn notendanafn og lykilorð
2. Formið sendir síðan upplýsingar á síðu.
3. Síðan tekur upplýsingarnar og ber þær saman við upplýsingar úr gagnagrunninum.
4. Ef notandi með þetta lykilorð finnst hleypur hún honum áfram annars sendir hún hann aftur tilbaka.
5. Þú getur nátturlega sloppið við gagnagrunn, notað xml skjal, eða texta skjal. Bara eitthvað til þess að halda utan um notendur.
Stigakerfi er hægt að forrita á nokkra hætti. Hugmyndin sem mér dettur svona strax í hug er að í notendatöflunni í grunninum sé field sem heiti stig. Þegar notandinn t.d. vistar grein, þá er einfaldlega gert: Stig = gömlu stigin + nýja stigið sem fékkst við greinina.
Ef þú villt nánari útlistun, einhver kóða dæmi, að þá verðuru að gefa upp umhverfið sem þú ert að skrifa síðuna í - ASP, PHP, eitthvað annað?
kv.<br><br>ask | <a href="
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a