Ég bjó einusinni til lausn á þessu. Hún virkar þannig að einn php fæll er keyrður í console eiginlega sem deamon (slæm hugmynd, ég veit, en ég er bara svo vanur php) og er alltaf tengdur msn server. Hann erjafnframt tengdur mysql server og þegar nýjar upplýsingar um stöðu notenda berast, uppfærir hann töflu þar sem hver lína jafngildir einum notanda í contacts. Þar er síðan staðan skráð (IDL, AWY, BSY…) og önnur php forrit geta lesið úr töflunni.
Þessi php fæll athugar stöðuna og skilar viðeigandi gif mynd:
http://msn.batman.is/stada.php?netfang=arthur@batman.isForritið er meðal annars í notkun á:
http://www.steinar.is/http://www.lagmarksriki.is/orri/Mér er hálfilla við að dreifa forritinu því það hálfónothæft vegna þess að það frýs alltaf eftir 2-3 sólarhringa. Ég held að það sé vegna þess að ég gerði ekki ráð fyrir svona reglulegu tékki sem serverinn gerir til að athuga hvort einhver sé örugglega í hinum endanum. Það er líka bölvað basl að bæta við notendum eins og þetta er núna. Ég hef bara aldrei komist í það að laga þetta.
Ég veit að það er script þarna úti sem er bara kóði sem maður getur bætt í php síðu og séð stöðuna. Ég veit ekki hvort það virki en það byggir á einstaklega slæmri hugmynd - að tengjast msn í hvert skipti sem einhver skoðar síðuna og aftengjast svo aftur. Þetta þýðir að menn þurfa að bíða svona 3 sekúndur eftir að sjá síðuna og ef einhver annar reynir að skoða síðuna innan þess tíma fer allt í vaskinn.<br><br><i><a href="
http://www.batman.is/“ target=”_blank">Batman.is</a> færir þér meiri hamingju</i