1. Þú getur sett upp FTP server, en fólk mun aðeins geta tengst honum ef þú ert með fasta IP-tölu. Ef þú ert með ADSL eða sambærilega háhraðatengingu þá ættirðu að geta fengið fasta IP-tölu hjá Internetþjónustuaðila þínum. Ef þú ert með módem eða ISDN, þá myndi ég ekki reyna að standa í því veseni, þó að það sé sennilega hægt.
2. Router (Ísl: Beinir) er bæði til sem hugbúnaður í tölvu eða sem dedicated hardware. Gerir í rauninni ekki meira en að beina nettraffík í milli staða. T.d er ég með ADSL router sem gerir mér kleyft að tengja margar tölvur við Interetið heima, í gegnum ADSL línu. Hann routar (beinir) pökkunum frá tölvunum rétta leið út á netið. Þetta er bara mjög, mjög gróf lýsing á router ….. leitaðu bara á netinu.
BTW, losaðu þig við þessa undirskrift, hún er mest pirrandi!