Gaman að sjá að það sé loksins kominn vefur um markaðsmál sem bragð er af.
Ég er yfir höfuð bara mjög ánægður með þetta hjá ykkur, fínnt lúkk og þannig, og sniðugar “comunity-building” pælingar þarna líka. Það sem ég myndi vilja setja útá, eru atriði eins og að það fylgi ekki þræðinum hvaðan honum var startað, það eru t.d. þræðir þarna sem hafa fyrirsögnina “frábær auglýsing” og hvergi kemur fram hvaða auglýsingu er um að ræða, heldur bara að hún sé æðisleg og þeir sem gerðu hana séu frábærir..
Eins myndi ég vilja sjá útkomuna úr skoðunarkönnunni um leið og ég er búinn að kjósa, og einnig væri eðlilegt að hver og einn geti bara kosið einusinni (sambærilegt við kosningar hérna á huga), því annars getur útkoman litast af skoðunum einhvers eins aðila sem smellir alltaf á refresh þangað til að hans sjónarmið hefur náð einhverju settu marki.
Ég geri fastlega ráð fyrir að þið séuð að vinna að því að fínpússa svona atriði í í lag… .þ.a. þetta lofar allt mjög góðu.
kv
-reynir.net
<br><br>[reynir]::[<a href=mailto:reynir@reynir.net>reynir@reynir.net</a>]