Blessaður, vertu.
Ef þú kannt ASP, eða nokkra forritun yfirhöfuð, er PHP ekkert mál. A.m.k. ættirðu að ná því léttilega á viku að geta haldið fyrirlestur um það. Þú getur til dæmis eytt talsverðu blaðri í það að einfaldlega útskýra það sem þú þegar þekkir úr ASP, þ.e.a.s. hvað vefforritun er.
Ef þú þarft að setja upp PHP á Linux, notarðu auðvitað Apache. Þá nærðu auðvitað bara í Apache frá apache.org og PHP frá php.net, og lest leiðbeiningarnar. Þú ræður hvort þú notar síðan MySQL eða PostgreSQL eða nokkurn gagnagrunn yfirhöfuð. Ég verð að mæla með því einmitt að þú notir Linux eða a.m.k. UNIX-byggt stýrikerfi til þess að læra þetta, en þú getur rétt alveg eins sett þetta upp á Windows. Í ljósi þess að þú ert í tímaþröng og ert að gera þetta eingöngu til að halda fyrirlestur, væri það samt sem áður ekkert vitlaus hugmynd að setja þetta upp á Windows. Til þess ferðu á Tucows og finnur HTTP netþjón sem heitir OmniHTTPd. Honum fylgir PHP svo að þú þarft ekki að ná í það sérstaklega.
Svo bara install og gaman, gaman. Þú lærir PHP með tenglum á php.net, eða bara með fikti. Ef þú hefur grunnþekkingu á C-syntaxinum ættirðu líka að geta bara fiktað þig áfram með aðstoða
http://www.php.net/manual. Fyrir utan þetta, eru ábyggilega slóðir og drasl á póstum korkanna á Huga.
Vona að þetta hjálpi. Gangi þér vel.