Í Windows myndirðu ýta á “Print Screen” takkann (oft merktur “Print Scrn”. Þá er öll skjámyndin kominn í inn í vinnsluminnið.
Eftir það geturðu farið inn í hvaða myndvinnsluforrit sem er, og límt það þar inn með Paste. Þá þarftu bara að vista það í hvaða formi sem þér sýnist og voila. :) Komið.
———-
Á Macintosh ýtirðu á Shift-Val-3. Þá er myndin sjálfkrafa vistuð í PICT-skrá sem er sett beint á harða diskinn sem tölvan ræsti sig upp á (sem heitir iðulega “Macintosh HD”). PICT-formið er mjög sambærilegt BMP forminu í Windows, og er því algerlega óviðunandi ef þú ætlar að láta einhvern fá þessa blessuðu mynd, svo að það er sama saga. Þú ferð inn í eitthvað myndvinnsluforrit, dregur myndina inn í það og vistar það í því formi sem forritið býður upp á og hentar þér.
———-
Njóttu vel.