Þetta er bara vara dns og aðal nafnaþjónar.
Ef hinn er niðri þá hefur hún einn til vara, gott að hafa þá á sitthvorum staðnum enda ólíklegt að þeir fari báðir niður, en sennilega “aðeins dýrara” en að láta sama fyrirtækið bara hýsa báða en margir gera það.
Farðu á isnic.is og sláðu inn eitthvað lén sem þér dettur í hug, þá sérðu tvo nafnaþjóna og eru þetta aðal og auka. Nafnaþjóninn tekur við fyrirspurninni um lénið og beinir þér á rétta tölvu einshverstaðar út í bæ sem hýsir viðkomandi síðu.
Þú þarft semsagt að gefa upp slóð á tvo nafnaþjóna þegar þú sækir um lén á isnic.is, og þá þarf að vera búið að setja upp lénið og ip töluna sem það vísar á sem gæti þá verið ip talann á tölvunni þinni sem þú fékkst með því að kaupa þér sítengingu heim til þín og fasta ip tölu.
Þetta útskýrist betur með því að segjum svo að nafnaþjónarnir þínir væru í hafnafirði þú værir í vesturbænum og isnic einhverstaðar og þú værir síðan staddur með tölvuna þína í grafarvoginum. Þegar ég slægi inn
http://www.lén.is þá færi það fyrst í isnic > síðan í hafnafirðinn og loks í grafavoginn… smá rúntur :)
En ef ég slægi beint inn
http://213.134.168.1 sem væri ip talann á tölvunni þinni þá færi það einfaldlega beint upp í grafavog ekki í gegnum isnic eða hafnafjörð því það þarf það ekki.
p.s. Þetta er reyndar kallað oftast primary dns server og secondary dns server.