Hvað ertu að bulla kallinn minn? Heldur þú að enginn íslenskur vefur sé keyrður á Apache? Ef ég skil þig rétt þá helduru það. Ég þori reyndar ekki að fara með það en ég er nokkuð viss um að hugi sé keyrður á Apache (ásamt t.d. mest sóttasta vef á Íslandi, mbl.is). Það skiptir í raun litlu hvað domainið heitir sem beint er á vélina; Domain nöfn er í sjálfu sér ekkert annað en fallegt húdd á á iptölurnar sem eru hið raunverulega heimilisfang vefja (www.hugi.is er t.d. með ip-töluna 194.105.224.30 en af einhverri ástæðu er hugi.is (án www) á ip-tölunni 194.105.224.24). Þessu er öllu stjórnað í DNS - serverum - og þeim er sko alveg sama hvaða forrit svarar á endanlegu staðsetningunni (þ.e. ip-tölunni). Það eina sem apache í raun gerir er bara að svara kalli á svona ip-tölu á porti 80 (eða SSL port einhverju - sem ég man ekki hvað var - ef svo ber við) og skilar texta. Apache er í raun alveg sama hvað þú slærð inn í location gluggann þinn, ekki nema þannig að hann tekur það og gefur einhverri server breytu það gildi. Jú og reyndar er hægt að stilla til loopback addressu í config fælnum, en hún er notuð ef að þú slærð ekki inn skástrikið góða aftast (reyndar að því gefnu að þú sért að fara inn í einhvern folder, ég held að ég sé ekki ljúga því að apache 2, sem er nokkuð nýkominn út í stable útgáfu, tekur öðruvísi á þessu máli, og fattar hvert hann á að senda þig.
Í stuttu máli: Þú getur hætt að kalla dónaleg orð, sá sem sagði þér að apache gæti ekki “hýst” .is url var að ljúga að þér og hann skuldar þér prins og kók. Og já, auðvitað þarftu að borga fyrir kalli.is, 12.450 kall fyrsta árið og tæpan 8.000 kall á ári eftir það, fyrir utan kostnað við hýsingu. Það sama á við um .com, .net, .org … etc domain, en ef þú vilt registera þannig þá mæli ég með því að þú kíkir á netsol.com . En helst af öllu mæli ég með því að áður en þú ferð út í að registera domain, talaðu þá við einhvern sem veit eitthvað um þetta. Apache einn og sér dugir skammt til að hýsa domain.