Þetta er bara breyta….
Breyta er eitthvað sem inniheldur eitthvað gildi, núna er slóðin hjá mér hérna
http://www.hugi.is/vefsidugerd/korkar.php?sMonitor=reply&iPostID=633834&iBoardID=108Þetta eru nokkrar breytur sem eru aðskildar með & merkinu, síðan korkar.php er síða sem keyrir upp eitthvað umræðusvæði hér á huga.is, við gefum þessar síðu semsagt skipanir um hvaða umræðusvæði…í þessu tilviki umræðusvæðinu spurningar og svör á vefsíðugerð sem hefur númer 108 eins og sést í iBoardID=108, við erum að replya pósti og þessvegna er reply í sMonitor=reply og svo segjum við síðunni loks númer hvaða póst við erum að replya og er það iPostID=633834.
Þetta þarftu að nota ef þú forritar vefsíður og notar forritunarmál eins og PHP ASP eða JAVA, þú hefur ekkert að gera með þetta ef þú ætlar bara að búa til plain HMTL síðu.