Auðvitað gerist það að menn ofnota þessa blessuðu tækni, en þegar hún er notuð í hófi er hún frábær.
Ég man að fyrir örfáum árum, þegar Flash var svona fyrst að byrja að vera vinsælt, gerði ég marga litla appleta sem ég dreifði á síðuna mína. Hver applet hafði sinn tilgang og sitt hlutverk. Maður var ekki að gera einn stóran, láta hann fylla út 100% bæði í hæð og breidd, og láta hann sína eitthvað GEEEEEEEEEEEÐÐÐVEEEEEEIIIIKT dæmi.
Það er hægt að nota Flash á mjög skemmtilegan máta, en auðvitað, rétt eins og með HTML, er hægt að ganga of langt.