Margt kjánalegt sem kemur fram í þessari umræðu, m.a. diss á að hann noti php. Sjálfur myndi ég nota php, hversu einfalda síðu sem ég væri að gera, einfaldlega til þess að þurfa ekki að búa til 10 html síður sem innihalda allt það sama, soldið hlutbundin hugsun, gera hvern hlut aðeins einu sinni. Einnig hefur komið fram að það eina sem er búið að gera er útlitið, maður þarf nú sjaldnast að nota yfirgripsmikla kunnáttu í php til að gera útlit.
En varðandi síðuna þá vildi ég sjá snyrtilegri border í kringum þessa töflu þarna neðst (prófaðu að bæta inn í table tagið style=“border-width:1px;border-style:solid;border-color:#000000” ) og losa þig við border attribute). Einnig fer valmyndin eitthvað í taugarnar á mér - hver linkur á ekki að nota meira en eina línu!! Svo fyndist mér sniðugra ef þú hefðir síðuna breiðari, hugsanlega 640px á breidd eða jafnvel 800px, eins og er þá er hún óttalega eymdarlega þarna einhversstaðar í miðjum browser glugganum. Einnig væri ekki slæm hugmynd að hafa meiri ramma utan um útlitið (ekki misskilja, ég er ekki að tala um html frames) heldur einhverjar línur og jafnvel fylltan bakgrunn sem myndi mynda meiri heild í útlitið, þetta er svolítið kuldalegt eins og er.
Ekki láta neikvæða gagnrýni brjóta þig niður kallinn, Róm var ekki byggð á einum degi og enginn verður óbarinn biskup og allt það. Endilega taktu skoðaðu gagnrýnina hérna sem eitthvað vit er í og reyndu að breyta síðunni í samræmi við þá gagnrýni. Og þið sem hafið ekkert skárra að gera en að böggast yfir því að viðk. sé að nota php, endilega sparið ykkur lyklaborðið ykkar og haldið ykkur við tölvuleikina.
kv,
thom