Ég er smá heilabrjót sem er að framleiða gufur í hausnum á mér.
Þannig er mál með vexti að ég þarf að ná í nýtt id úr gagnagrunni inní javascript án þess þó að endurhlaða javascriptinu og þar með síðunni.
Ég er ekki að spyrja um hvernig maður talar við gagnagrunn eða þess háttar heldur er hægt að láta javascript kalla í síðu, í öðrum ramma eða eitthvað, og nota svo útkomuna til frekari vinnslu. Síðan myndi þá skrifa útkomuna í textareit eða eitthvað sem javascriptið myndi síðan ná í.
Þetta er fjölnotenda kerfi þannig að það er ekki nóg að ná í nýtt ++id í byrjun.
Held að ég komi þessu best frá mér með dæmi:
function test(nafn){
var nyttID = “eitthvað kall í síðu sem skilar nýju id”;
alert(nafn+' hefur nú fengið nýtt id='+nyttID);
}
// Gefum okkur að síðan skili id=23
document.write(test('Nonni'));
———————————–
output
———————————–
Nonni hefur nú fengið nýtt id=23
N.B. Ég veit að javascript er server side!