Læra íslensku, segir hann. Já, ágætis punktur, það þurfa held ég allir í landinu að læra íslensku betur, en ég ætla ekki að röfla yfir því.
Hinsvegar, þá langar mig að benda á nokkur atriði úr upphaflega skeytinu, sem hafa jú að einhverju leiti komið fram hjá þeim félögum Armon og root.
> Java:
> Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hverskonar fólk það
> er sem notar java á heimasíðunum sínum…
> Þetta scripting kjaftæði hægir á síðunni um helming og sumir
> sem eru módem tengdir nenna ekki að fara inná þær :)
Þú talar um Java og Scripting í einu. Annars eru við með JavaScript, sem er scripting-mál sem _byggt er á_ Java syntaxnum, en hefur ekkert með java forritunarmálið sem slíkt að gera. JavaScript _geta_ verið hægvirk, en www.simi.is er gott dæmi um að verið er að hlaða inn e-u DHTML með JavaScript, og hægir á síðunni í nokkri sekúndu, en það er í _vinnslu_ ekki gagnaflutningi. Síðan erum við með Java Applet, sem eru Java klasar sem útfæra ákveðin skil; aðallega föllin init(), play() og stop(), ef ég man rétt (lesið eitthvað um applet, en aldrei smíðað slíkt sjálfur). Flest þau Java Applet sem við sjáum á vefsíðum eru eins og þú segir hægvirk og lengi að hlaðast, en stundum eru þau í raun lang besta leiðin til þess að leysa ákveðin verkefni.
Niðurstaða:
JavaScript: Gott í flesta staði, nokkuð hraðvirkt, en þó kemur fyrir að það sé misnotað.
Java Applet: Einmitt öfugt; verst í flesta staði, frekar hægvirkt, en getur verið notað mjög vel (og þá “optimerað” og keyrir frekar hraðvirkt).
> Php:
> Þetta l33t scripting sem tekur enga stund að hleður sig inná
> vélinna á engri stundu þ.s ef þú ert ekki með svona mikið af
> þungum myndum :)
PHP er einmitt ekki scripting neitt, heldur pjúra forritunarmál. Það hleður sig aldrei inn á vél gestsins (vil ekki nota “notandans”, því það _gæti_ skilist sem “þess sem er að nota PHP forritunarmálið”, og er því “forritarinn”). Það keyrir á vefþjóninum, og er notað til þess að búa til svar sem fer til gestsins; oftast nær í HTML formi, en þó er hægt að búa til allan fjandann, eins og t.d. JavaScript og XML búta (ég hef gert bæði sjálfur).
> html:
> fyrir byrjendur til þess að að búa til heimasíður sem í
> stendur
HTML er undirstaða vefsins í dag, karlinn minn, en byrjendur ættu að halda sig við eingöngu HMTL, og síðar meir, ef þeir eru vissir um að þeir vilji vera í þessum bransa, halda áfram að þróast. En eins og áður segir, þá er HTML grunnurinn að öllu þessu dóti; PHP kóðinn á bakvið Huga.is gerir ekkert annað en að búa til HTML kóða, sem vafrinn þinn túlkar (mis vel :), og sýnir þér eitthvað…. mis gáfulegt.
Svo mörg voru þau orð!
Kveðja,
Tolli
P.S. Nennir ekki einhver að laga þessi árans skástrik sem eru að flækjast þarna inn á milli? Einhver?