Áður en ég byrja langar mig að benda á hversu augljóst það er að mælandi er ekki mikill að árum og hefur mjög greinilega nákvæmlega ekki minnstu reynslu af vefforritun.
Ég er sammála mælanda um það að ASP er drasl, en nákvæmlega ekki neitt í þessum blessaða pósti þínum var af minnsta viti. Ef þú ætlar að berjast gegn ASP, notaðu vopn sem þú kannt á. Þú ferð ekki í stríð með skriðdreka og ýtir svo á “Self Destruct”.
“Asp er eintómt drasl , þetta er windoze uppfynning og drasl þess vegna :)”
Til dæmis er þetta er sorglegt. Þó ekki sé nema minnst á “uppfynning”. Fáviti (lesblindur, my ass). Er bara hægt að keyra á lélegum vegum á bílum sem eru drasl? I repeat. Fáviti.
“Maður verður helst (verður) að vera með Internet explorer til að viewa asp síður !!”
Hér verður auðvitað ljóst að þú hefur eflaust ekki einu sinni hugmynd um hvað vefforritun er. ASP, eins og PHP og JSP, kemur því nákvæmlega *ekki neitt* við hvaða vafri er notaður til að skoða kóðann. Þeir sem nota ASP eru yfirleitt Microsoft-menn, sem þýðir að þeir eru vanir að nota allt þetta browser-specific IE ógeð sem einungis IE styður (eðlilega), en það kemur ASP ekki görn við.
“enn ég er búinn að vera að velta því fyrir mér , er asp nýtanlegt með php? þ.s skildi vera hægt að flétta asp kóðann inn í php eða er þetta sami kóðinn :)?”
I rest my case.
Friður.