Kann takmarkað á php. En get samt kannski útskýrt eitthvað fyrir þér. Allt bakvið ? kallast Querystring.
Það er ekkert flóknara að setja svona heldur en venjulegan línk.
Segjum kannski að þú sért að birta lista af fréttum og með því að smella á fréttina fer maður inn á síðu sem heitir frett.php og getur lesið fréttina.
Það sem þú þarft þá að gera er að láta vita hvaða frétt á að birta með því að senda id í querystringinn.
Þú myndir hafa einhvera lúppu til þess að keyra út titlana á fréttunum. Inn í lúppunni myndiru síðan skrifa út titilinn ($titill eða eitthvað) á fréttinni og <br> á eftir. Þá ertu kominn með dauðan lista yfir allar fréttirnar. Sem gæti þá kannski litið svona út:
Ég fór á djammið í gær
Star Wars alveg að standa sig
Siggi er á spítala
etc.
Það sem þú þarft að gera til þess að láta þessar fréttir vera lifandi er að setja link á þær. Þannig að þú bætir <a href=“frett.php”> inn í lúppuna.
En það er ekki nóg því að frett.php þarf að vita hvaða frétt hún eigi að birta. Það geriru með því að senda henni id-ið á fréttinni. Þá kemur Querystring inn í.
Þá bætiru bara við linkinn id-inu af frettini sem hún að lesa eða ?id=$id
Þannig að slóðin uppí verður frett.php?id=1 ef þú smelltir á fyrstu fréttina og svo framvegis.
Í frétt.php ertu þá með breytuna $id og þá getur bara skellt where klausu í sql setninguna þína og keyrt út fréttina.
Þetta er t.d. dæmi um hvernig má fá ? inn í slóðina sína.<br><br>ask | <a href="
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a