Svona standa málin…
Ég er með mynd(kort) með usemap-i sem er þannig að þegar smellt er á eitthvað svæði þá er skipt um mynd(með javascript) án þess að það þurfi að hlaða síðuna aftur:

mynd1 = new Image(x,y)
mynd1.src=“nafnámynd.jpg”
mynd2 = new Image(x,y)
mynd2.src=“annaðnafnámynd.jpg”

function skipaummynd1()
{
document.nafnáIMG.src = mynd2.src; return true;
}
function skiptaummynd2()
{
document.nafnáIMG.src = mynd1.src; return true;
}

…sem virkar ágætlega, vandamálið byrjar þegar skipta þarf um <map> sem myndin fer eftir.
Mig grunaði að það ætti að vera einhvernveginn eins og:
document.nafnáIMG.usemap = “#kort”;
Ég er búinn að reyna ýmislegt en ekkert virkar.
Hvernig á eiginlega að gera þetta?