Ég er að reyna að kalla mynd fram úr BLOB field í mysql, en fæ hinsvegar binary kóða. Ég hef prufað að skilgreina myndina í gegnum html - meta: content sem image/jpeg, image/gif, án árangurs. Það er munur þarna á milli vafrara, þ.e. hvort þeir taki notice af meta-tags eður ei. Spurningin er hver öruggasta leiðin er til að spýta út myndum á þennan máta og hvað það er sem hefur reynst ykkur vel sem að notast við BLOB fields.
Ef þetta er server tengt þá eru hér speccar.
Apache 1.3.22 PHP 4.0.1
Mysql server sem að kemur með RH 7.2 og keyrir á kernel 2.4.7-10
með kærri kveðju
Siggi