Ég er að reyna að finna mér einhverjar upplýsingar um að smella myndum í blob field í mysql gagnagrunni, ég fann einhvað á http://www.onlamp.com/pub/a/php/2000/09/15/php_mysql.html en ég fæ þetta ekki til að virka.
Ég næ að vista í grunninn og allt í gúddí, en svo kemur að því að ég ætla að byrta myndina þá kemur babb í bátinn, ég fæ error [Cannot add header information - headers already sent by (output started at /usr/data/documents/lmb.atom.is/admin/upload/open_db.inc:6)]
Ef einhver hefur skrifað skript sem að gerir þetta á einfaldan máta sem hann/hún væri til í að sýna mér svo ég geti fengið einhverja hugmynd um hvað í raun og veru er í gangi eða bent mér á einhverjar útfærslur á þessu yrði ég mjög hamingjusamur maður.
Aðal málið er að geta vistað mynd í g.g. sem myndi heita t.d. images og að geta byrt þær einhvað á þessa leið index.php?image_id=1 eða jafn vel bara einhverstaðar inní miðri skriptu innan um allt html jukkið og það allt (ég veit ekki hvort það sé einhver munur á þessu tvennu svo ég ákvað að tilgreina þetta til þess að fá einhverjar upplýsingar um það)
Kv. Davidoj