Sælir hugarar..
Ég er með hugmynd að vef sem mig langar að láta útbúa fyrir mig.
Ég ætla að reyna að útskýra um hvað málið snýst:
Vefurinn á að virka þannig að notendur byrja á því að nýskrá sig. Þeir fylla svo út notandaupplýsingar, uploada display pic og búa þannig til prófíl.
Það eina sem notendur síðan gera er að merkja við ákveðinn status hjá sér. (Í raun geta þeir bara valið um tvo statusa.. ýmindið ykkur einfaldlega “on” eða “off”).
Svo eiga notendur að geta farið á ákveðna yfirlitssíðu og séð þar lista yfir alla aðra notendur og statusinn á þeim (hvort þeir séu on eða off). Það mætti t.d. vera grænt eða rautt merki við hvern notanda svo menn sjái í fljótu bragði hverjir séu on og hverjir séu off. Statusinn á að haldast á yfirlitssíðunni þó svo að notandi loggi sig út. Svo ef notandi vill breyta statusnum þá einfaldlega loggar hann sig aftur inn, breytir status og loggar sig aftur út..
Þetta er í rauninni það eina sem vefurinn þarf að geta gert.
Svo mætti vera annar fídus eins og umræðusíða eða sameiginlegur veggur (think facebook) þar sem notendur geta komið skilaboðum á framfæri og aðrir commentað á.
Basically er þetta því bara vefur sem inniheldur yfirlitssíðu og umræðusíðu - og fídus sem gerir notendum kleift að merkja við hvort þeir séu on eða off - og ef notandi breytir um status þá uppfærist yfirlitssíðan í takt við það. :)
Ég hef ekki hugmynd um hvort sé mikið mál að smíða svona vef eða hvað sé eðlilegt að borga fyrir það. Ef einhver hefur áhuga á að taka þetta að sér þá má sá hinn sami gera mér tilboð í verkið.
Þetta þarf ekkert endilega að gerast strax.. Þetta þarf bara að vera klárt fyrir vorið. Mig langaði þó að kasta þessu fram strax til þess að átta mig á hvað svona kostar..
Ég áskil mér rétt til að hafna öllum tilboðum. ;)