(– Ég mæli með að þú lesir þetta vel svo það verði enginn misskilningur –)

Ég er semsagt að læra vefsíðuhönnun og er kominn vel á leið og það sem ég er að leita eftir er fólk sem er áhugavert um það sem er að gerast í þjóðfélaginu og langar að skrifa fréttapistla og hefur gríðarlegan áhuga á fjölmiðlafræði og fleira.

Er líka að leita eftir fólki sem hefur eitthvað vit á vefsíðugerð.

Það sem ég er að pæla er að leita eftir fólki sem er til í að vera með í að þróa þægilega og góða fréttasíðu. Ég veit vel að það eru fleiri fleiri fréttavefsíður á netinu. Mér finnst þær margar hverjar samt illa unnar og ritskoðaðar með pólitík í huga.

(== Ég er að leita að fólki sem hefur ágætann lausan tíma. Þetta er ekki vinna og engin laun. Til að byrja með allavega. Er ekki að leita að fólki sem hefur engan tíma í þetta og hefur engann áhuga á viðfangsefninu ==)

Mér finnst gaman,áhugavert og krefjandi að “vinna” að svona verkefni. Og ef við yrðum svo ennþá ákveðnari í að halda þessari síðu gangandi gæti hún alveg farið að þéna pening á auglýsingum.

Í stuttu máli er ég að leita að teimi sem langar að þróa þægilega, ópólitíska fréttasíðu sem gæti haft möguleika á framtíð í þessum bransa.

Ef þú hefur áhuga:
steinararason@gmail.com

Segðu mér endilega eitthvað frá þér :)