OS þarf ekkert að vera slæm hugmynd.
Ég persónulega hef ekki hugmynd um hvað hugi.is snýst um, þ.e. frá viðskiptalegu sjónarmiði. Kanski að
1. selja auglýsingar á vefinn, og láta hann standa undir sér með því.
2. að selja comunity-engine:ið í honum í einhverja aðra vefi sem svipar til huga.is.
3. að búa til good-will fyrir landssíman sem á og rekur huga.is.
4. að safna upplýsingum um notendur huga.is
Opensource á svona projecti þarf ekkert að vera léleg hugmynd. Það sem vinnst með því að setja svona hugbúnað í opensource er ef verkefnið er vel heppnað, fjöldi forritara sem leggja sitt að mörkum, og þar með minka þeir þróunarkostnað, og stytta þróunartíma, og oftar en ekki, auka gæði productsins, þar sem þeir eru að gera þetta af áhuga fyrst og fremst.
Gallinn við Opensource er að ekki er hægt að selja hugbúnaðinn sem skrifaður er í opensource, þar sem allir geta nálgast hann ókeypis. En það þarf þó ekki endilega að vera galli, þar sem að notendur hanns geta orðið mun fleirri ef hann kostar ekkert, en í staðinn er hægt að selja “professional services” þ.e. þjónustu t.d. við uppsetningu og lausnir ýmissa vandamála sem koma upp í kringum kerfið og svo forritun sérlausna.
Auðvitað er hægt að selja svona þjónustu með kerfum sem eru ekki opensource, en það er verulega takmarkandi á fjölda “kaupenda” kerfisins ef það kostar eitthvað, og þar af leiðandi líka á fjölda þeirra sem gætu hugsanlega þurft á “professional services” að halda.
það væri gaman að fá smá málefnalega umræðu um þetta….
Það er kanski rétt að það komi fram að ég hef ekki nokkurn einasta áhuga á að starfa í opensource projectinu hugi.is ef það verður einhverntíman til, en hef í gegnum tíðina lagt nokkrum öðrum örlítið lið, eins og t.d. Jakarta-projectinu (jakarta.apache.org) og Jboss-projectinu.
bæjó
-carvel
<br><br>[reynir]::[<a href=mailto:reynir@reynir.net>reynir@reynir.net</a>]