Hafa menn/konur eitthvað verið að kynna sér webkit (chrome, safari) sem arftaka firefox?
Fyrir dálitlu síðan hætti ég alveg að miða mig við firefox nema uppá fix fyrir lokaniðurstöðu og hef verið að láta mér vel líka.
Óformleg hraðatest af minni hálfu hafa verið að láta chrome líta betur út en firefox, hafa einhverjir komist að svipaðri niðurstöðu?
Svo af flippside-inu þá finnst mér bara eitthvað svo mikið þægilegra að browsa í chrome, og miðað við hvað Chrome hafa tekið notandamarkaðinn af mikilli hörku (kannski útaf því að fólk fílar google?) get ég ekki annað en haldið að dagar Firefox séu taldir.
Endilega verið ósammála mér, hvað segið þið?