Fyrst enginn annar er búinn að svara þér…
Málið er frekar einfalt, þú þarft að kunna HTML en þarft ekkert að vera snillingur í því til að geta notfært þér PHP eða ASP.
Síðan er enþá birt á HTML formi og PHP hefur ekkert með útlitið að gera, það einfaldlega bætir gögnum inn í HTML útlitið og getur gert það beint ú grunni, textaskrá eða hverju sem er nánast.
Þó held ég að það hljóti að vera hræðilegt að reyna að læra PHP og vera að fínpússa HTML þekkinguna á meðan, þá veistu sennilega ekkert hvort eitthvað sé vitlaust í HTML-inu eða PHP-kóðanum.
En það þýðir ekkert annað en að prófa og sjá hvað gerist, þú ættir alltaf að geta fengið hjálp hér á Huga og getur fundið allar upplýsingar sem þú þarft á www.php.net www.gaui.is og þaðan eru linkar á fleiri síður sem ég nenni ekki að telja upp.
Málið er bara að gefa sér nokkrar nætur í þetta og kýla á það.
Massi