Það fer reydar eftir ýmsu hvort Flash drasl er eitthvað fljótara að hlaða sig inn.
Til dæmis ef þú geymir ljósmyndir í Flash er hún nákvæmlega jafn lengi að hlaðast, vegna þess að Flash geymir slíkar myndir í JPG formi, sem einmitt er notað víða á Netinu.
Kosturinn við að nota einfaldlega HTML (og kannski JavaScript í hófi) er að það er hægt að nota hvaða textaritil sem er til að smíða slíka síðu. Til þess að búa til Flash þarf sérstakt, lokað, Flash-forrit, sem fæst ekkert á öll stýrikerfi, og það sem meira máli skiptir, kostar einhvern X pening.
Þær eru skemmtilegri upp að marki. Síður sem eru gjörsamlega að SNAPPA af hreyfingu, brjálæði og einverju “en-hvað-Flash-er-sniðugt” ofstæki eru sko… BEINT frá helvíti.
Svo er mikil og vel metin listgrein að gera plain síður sem eru stílhreinar, flottar, og ekki lengi að hlaða sig inn, jafnvel fyrir fólk sem enn er á módemi.