Ég keypti lén í gær sem ég skráði á nafnaþjónbiðsvæði hjá isnic. Svo í morgun var hýsingin gerð virk en ég var búinn að prufa að fara inná vefinn áður.

En núna er semsagt lénið orðið virkt á réttri hýsingu en í allan dag hefur lénið samt ekki virkað hjá mér því það er eins og ef ég fer inná það sé ég fastur í nafnaþjónunum hjá isnic. Prufaði að fara inná þetta í dag í vinnuni og þá virkaði þetta rétt.

Búinn að reyna þetta flush dns dæmi í cmd en það virðist ekki ganga.

Hvað þarf ég að gera til þess að geta farið inná lénið og nýju nafnaþjónanna. Eins og það sé fast í minninu í tölvunni isnic nafnaþjónarnir.
Cinemeccanica