Strákar mínir. Nú er ég búinn að vinna við þetta í 10 ár og byrjaði á því að nota Frontpage, færði mig svo yfir í Dreamweaver og PHP, þaðan í .Net og Visual Studio og er núna að vesenast í Pyhton og Django.
Það sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að til þess að virkilega læra HTML og það forritunarmál sem þú notar til að búa til dýnamískar síður, er að nota einfaldan texta editor.
Markupið sem þú gerir sjálfur verður í langflestum tilfellum betra en það sem þú lætur eitthvað tól búa til fyrir þig. Auk þess sem skilningur eykst á loka-afurðunni og þú erður eftirsóttari, hærra launaður og einfaldlega betri starfskraftur af því að kunnáttan er einfaldlega meiri.
Notepad++ er frábær ef þú ert Windows notandi og Textmate ef þú ert Makka notandi.
Þegar kunnáttan og skilningurinn er kominn, þá má færa sig í þróunartólin, en láta þá “Design view” alveg vera og halda sig við Code view.
Gangi ykkur vel.
Kjartan S.