Geri þið ekkert annað en að flakka um netið og leita að vefsíðum sem eru svipaðar?
Ég skal nú svo sem viðurkenna að uppbygging þessara vefsíðna er svipuð en á það nú ekki við um velflestar síður á netinu?
T.d. er uppbygging www.mbl.is og www.visir.is ekkert ósvipuð.
Ef þið, snillingarnir getið sýnt mér vefsíðu sem þið hafið skapað og líkist engu öðru á netinu skal ég éta þetta ofaní mig, en þangað til þá mæli ég með því að þið einbeitið ykkur að því að hlúga að eigin frumlegheitum og slappa af í þessum opinberu slátrunum ykkar.
Hvað haldið þið að yrði sagt ef einhver labbaði inn á sýningu hjá ERRO og kallaði hann hugmyndasnauðann ræfil vegna þess að þau málverk sem eru í þessari teiknimyndasyrpu hans væru ekkert nema afritanir úr teiknimyndablöðum?
Og af skapar maðurinn myndirnar ekki með aðstoð tölvu og prentar þær út í hágæða prentara í staðinn fyrir að notast við þá gömlu og úreltu aðferð að handmála þessi ósköp? Er það vegna þess að hann notar þá tækni sem hann kann best við? Nei það getur ekki verið, eða hvað?