Vandamálið sem ég er að lenda í er að þegar ég kalla eftir t.d. nöfnum þá koma ekki íslensku stafirnir heldur bara spurningamerki.
Ég er búinn að leita á google fram og til baka og finn ekki snefil af nothæfum upplýsingum. Nema það að ég þarf að skilgreina charset sem ég er búinn að gera. Bæði í meta tags og í setRequestHeader() dæmið.
<meta http-equiv="content-type" content="text/html;charset=iso-8859-1" /> xmlHttp.setRequestHeader("Content-Type", "text/html;charset=ISO-8859-1");
Get ekki verið að eyða endalausum tíma á google að leita af svarinu svo ég var að vonast til að það sé einhver snillingur hér sem gæti svarað mér með töfralausn.
Bætt við 15. júní 2009 - 18:54
Mætti bæta við að ég er að nota ajax til að sækja upplýsingar úr gagnagrunni úr php skjali.