Ég ættla að fara í nám hugsanlega eftir næsta sumar.
Enn það sem ég er að hugsa um er hvar get ég lært forritun sem beinist aðalega að neitnu, ég vill bara læra forritun sem tengist gerð vefsíðna og því sniðnu.
Ég held að Borgó kenni vef-eitthvað og þar er örugglega vefforritun þar inní. Svo er Tækniskólinn (gamli Iðnó Rvk) með einhverja áfanga en ég held að þeirra nám sé meira almenn forritun eða tölvudót, án þess að hafa skoðað það samt.
Ef þú ert að spá í vefforritun á háskólastigi veit ég samt lítið
Námið í borgó er að langmestu leyti grafíski parturinn á vefsíðu, tekur einhverja html/css áfanga og svo getur þú kannski tekið forritun í vali.
Ef þú vilt læra forritun í menntó þá er iðnó málið, en persónulega myndi ég bara taka stærðfræði í menntó og svo forritun í háskóla. Forritunaráfangarnir í menntó eru ekki upp á marga fiska.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..