Í fyrsta lagi: Nei, það vita það ekki allir.
Í öðru lagi: Nei, JSP er ekkert alltaf málið.
Það helsta sem PHP hefur fram yfir JSP, er hraði. PHP *er* hraðvirkara. Java hefur aldrei verið þekkt fyrir að vera annað en hægvirkt, og það mun ólíklega breytast í bráð, svo að ekki láta eins og þú sért hissa við að lesa um það. :) Til að hafa það á hreinu er ég að segja þetta samkvæmt könnunum sem ég hef lesið um, þetta er ekki eitthvað sem ég er bara að áætla.
Síðan er fljótlegra að skrifa PHP kóða. Þetta er hentugt í minni verkefni þar sem bara einn maður er að gera allt dótið, og kemur sér auðvitað oftar að notum. Þetta þarf ekki að vera eitthvað sem er beinlínis betra við PHP en JSP, en getur tvímælalaust komið að gagni. Ég er ekki að setja út á JSP, heldur að útskýra hví að JSP er ekkert *alltaf* málið.
Síðan byggir JSP auðvitað á Java, sem eru lokuð library. Ætli þér gangi mjög vel með að keyra JSP á BeOS, til dæmis? Kannski einhverjum sauðnum dytti það í hug. Ég lenti í vandræðum með það eitt að keyra JSP á Linux sem var með PPC örgjörva, þó að ég keyrði PHP á sömu vél (sem var auðvitað ekkert mál, þar sem PHP er opensource).
Allavega, fannst rétt að fleima þetta. JSP er mjög sniðugt, en gættu þess að PHP er það líka. :)