Ég held að ef þú vilt virkilega læra vefsíðugerð sé lang best fyrir þig bara að setjast niður og læra nokkra grunnþætti sjálfur.
Byrja á því að skilja HTML, það er uppbyggingarefni vefsins og það sem þú vinnur með þegar þú lætur vafrann birta síðuna þína. Þú kemst aldrei frá því að þekkja þetta.
Með þessu er gott að taka CSS, það er stílmál sem er notað til þess að láta HTML kóðann raðast upp eins og þú vilt og efnið líta út eins og þú vilt.
Javascript er svo mjög gott að þekkja, en þú þarft ekkert að læra það sérstaklega mikið frekar en þú vilt.
Þessir þrír þættir er það sem snýr að vafra notandans og er grunnurinn í heimasíðugerð og alltaf eins sama hvaða tól þú notar.
Ef þú ert búinn að kynna þér þetta er mjög sniðugt að kíkja á forritun vefþjónsmegin. Þar mæli ég með að finna eitthvað framework sem þér finnst spennandi. Ég sjálfur nota
Django en annað mjög stórt er
Ruby on Rails.
Svo er Wikipedia með einhvern
lista sem þú gætir kíkt á.