Já halló!

Ég er að dútla í svolitlu, málið er það að ég vil að allar myndir sem ég sendi með frétt fái hæsta númmerið sem er fáanlegt sem nafn á myndarskránni í möppunni!

OK!

segjum svo að mappa innihaldi núþegar 3 myndir þær heita 123.jpg,124.jpg,125.jpg

Ég vil semsagt að myndin sem ég er að uploada í þessa möppu fái nafnið 126.jpg

Það sem ég held að þurfi að gera er:

Ég ætla að nota MAX sem finnur hæsta gildið á einhverju númmeri í arrayu, og þegar ég hef lesið öll nöfnin á myndunum inní arrayu og finn hæsta gildið með MAX þá mundi það væntanlega skila mér gildinu 125.jpg … ekki satt?

Síðan mundi ég inchrementa gildið á hæsta gildinu og það mundi skila mér 126.jpg með $gildi++ ekki satt?

Síðan myndi ég nota move_uploaded_file(“$file, frettirimage/$nyttskraarnafn”);

Þannig myndi þessi nýja mynd vera uploduð sem 126.jpg í möppuna með hinum 3 myndunum sem voru fyrir!

EN

Hvernig keyri ég allar myndirnar(nöfnin á þeim) í þessari möppu inní þessa array áður en ég síðan finn hæsta gildið með MAX?

Og..

Ef ég hef útskýrt þetta nógu vel, þessi leið sem ég er hérna búinn að hugsa mér að nota, vitiði hvort það sé einhver betri aðferð til þess að gera þetta?